Yfirlit
Útfærslur
Yfirbygging
Innanrými
Búnaður
AMG
Hafa samband
Tegund G-Class
Verð frá 36.450.000 kr.
Útfærslur
LeftRight

Mercedes-Benz

Close X
Næsta
Fyrra
    G 450 d Dísil

    G 500 Bensín

    G-Class-AMG
    Mercedes-AMG G 63 Bensín

    Mercedes-AMG

    Close X
    G-Class-AMG
    Mercedes-AMG G 63

    Mercedes-EQ

    Close X
    Strapline Content

    Mercedes-Maybach

    Close X
    Strapline Content
    Yfirbygging Yfirbygging á nýjum Mercedes-Benz G-Class. Sterkari en tíminn: G-Class hefur alltaf verið táknmynd yfirburða í torfærum og hönnun hans endurspeglar þetta vel. Sterkbyggður framendi, áberandi varadekk á afturhlera og glæsilegir brettakantar, allt þetta ýtir vel undir glæsilega G-Class hönnunina. Kynntu þér helstu hönnunaratriði á ytra byrði Mercedes-Benz G-Class, sem er fáanlegur í tveimur ólíkum línum: Progressive og Power.
    LeftRight

    Lines and Styling

    Helstu áherslur á hönnun & búnaði

    Close X
    Næsta
    Fyrra
      Progressive . Silfurkrómað grill
      . Varnarhlífar með svörtum röndum á ytra byrði
      . 19" álfelgur
      . Silfruð undirhlíf
      . Hleðslukantur úr ryðfríu stáli
      . Upplýstir sílsalistar úr ryðfríu stáli (x4)
      Power . AMG útlit
      . Stuðarar úr ryðfríu stáli að framan og aftan
      . Silfurkrómað grill
      . Varnarhlífar með burstaðri áláferð á ytra byrði
      . 20" AMG álfelgur

      Endurbætt hönnun á grilli G-Class fangar athyglina samstundis með sterkbyggðum framenda sem er tilbúinn í ný ævintýri. Glæsileg staða bílsins er undirstrikuð enn frekar með endurhönnuðu grilli og nýrri yfirbyggingu.
      MULTIBEAM LED ljós Snjöll, sjálfvirk og hönnuð til að auka öryggið án þess að blinda aðra.
      Varadekk á afturhlera Varadekkið á afturhleranum er klassískt einkenni G-Class og í þessari nýju útfærslu sveigist það fallega með endurhönnuðum afturhlutanum og gerir hann enn glæsilegri.
      Varnarhlífar á yfirbyggingu Fágaðar línur, breiðir fletir, silfrað grill, varadekkjahringur úr ryðfríu stáli og láréttar varnarhlífar með svörtum röndum teikna upp glæsilegt og sterkbyggt útlit á nýjum G-Class.
      Svört MANUFAKTUR stigbretti Svört MANUFAKTUR stigbretti ýta enn frekar undir kraftmikið útlit á G-Class. Önnur áhersluatriði sem hægt er að fá í svörtu eru þak, stuðarar og brettakantar – en einnig er hægt að velja alsvarta áferð.
      20" AMG álfelgur 20" AMG álfelgur í Himalaya gráum og mattsilfruðum lit
      Innanrými Innanrými í nýjum Mercedes-Benz G-Class. Í Mercedes-Benz G-Class finnurðu glæsilega hönnun og lúxus. Innanrýmið er fágun út í gegn með handgerðu leðri og umhverfislýsingu. Hvert einasta smáatriði er stílhreint og þægilegt og miðlar glæsileikanum sem einkennir G-Class línuna.
      LeftRight

      Lines and Styling

      Helstu áherslur á hönnun & búnaði

      Close X
      Næsta
      Fyrra
        Innanrými Innanrýmið er einstaklega fágað, staðalbúnaður er meðal annars leðurinnrétting, hiti í framsætum og stýri. Metal weave innréttingarlistar, hleðsla fyrir farsíma ásamt snjallsímapakka Apple Carplay og Androit Auto. Einnig eru rafstýrð sæti með minni og hitastýrðir bollahaldarar.
        Ný hönnun á stýri Glæsileg ný hönnun á aðgerðastýri er einn af hápunktunum í innanrýminu. Með stjórnhnöppunum má svo stjórna mikilvægustu aðgerðum bílsins án þess að taka hendurnar af stýrinu.
        MBUX MBUX kerfið býður þér upp á einstaka möguleika hvað varðar upplýsingar og afþreyingu. Auðvelt er að stjórna því með snerti- eða raddskipunum og tengja það við önnur stafræn tæki. Skjástillingar MBUX kerfisins eru breytilegar og þannig þróast það með hverri ferð og lagar sig á snjallan hátt að stillingum hvers ökumanns.

        Torfæruskjár Fáðu aðgang að ítarlegri myndrænni útfærslu af ökuferðinni þinni á skjánum, þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hallagráðu og átt halla, tæknilegar stillingar, aðstoð við mat á aðstæðum og aðstoð við framkvæmd aðgerða í torfærum.
        Gegnsæ vélarhlíf Sýndaryfirlitið birtir svæðið beint fyrir framan bílinn við akstur í torfærum. Þannig geturðu ekið af sjálfstrausti og öryggi í kringum fyrirstöður – einnig á grófu undirlagi. Myndir úr myndavélum eru notaðar til að reikna út staðsetningu vélarhlífarinnar, sem er gegnsæ á margmiðlunarskjánum. Þannig auðveldar myndræn útfærsla á leiðinni fram undan þér að velja bestu leiðina.
        Lýsing í innanrými Upplýsta miðstöðin gjörbreytir ökumannsrýminu með 64 ljómandi litum og tryggja að hver einasta ökuferð verður einstök, allt eftir þínu skapi hverju sinni.
        Handfang í mælaborði fyrir farþega í framsæti Mercedes-Benz G-Class handfangið á mælaborðinu fyrir farþega í framsæti er ætlað fyrir ævintýralegri augnablikin í torfærunum, viðbótaröryggi þegar undirlagið er krefjandi.
        Búnaður Búnaður í nýjum Mercedes-Benz G-Class.
        Næsta
        Fyrra
          Hönnun á öxul Framöxullinn í Mercedes-Benz G-Class bílnum er með tveggja spyrnu fjöðrun og í samvinnu við rafstýringuna tryggir þetta mjúkan og jafnan akstur sem bregst með sveigjanleika við ójöfnu undirlagi.

          Stífur afturöxullinn er hins vegar tryggilega festur með tveimur efri og tveimur neðri eltiörmum sem tengjast við stigagrindina og tryggja óviðjafnanlega spyrnu á krefjandi undirlagi. Þetta, ásamt einstökum stýringareiginleikum fremri öxulsins, skilar þér framúrskarandi G-Class upplifun.
          AGILITY CONTROL AGILITY CONTROL fjöðrunin hugar bæði að þægindum og stöðugleika við akstur. Upplifðu óviðjafnanlega aksturseiginleika á hvaða undirlagi sem er, þar sem fjöðrunin stillir aksturinn, dempunina og stöðugleikann sjálfkrafa, allt út frá undirlagi hverju sinni.
          Vél með innbyggðum 48 V gangsetningarrafal G 500 vélin skilar enn betri aksturseiginleikum með auknu vélarafli og togi ásamt mýktinni í sex strokka bensínvélinni. Rafknúna aukaþjappan skilar miklu togi, jafnvel á litlum vélarhraða og samhliða hybrid-kerfinu með innbyggðri gangsetningu (ISG) skilar það sér í bættum aksturseiginleikum og minni eldsneytisnotkun.
          9G-TRONIC Láttu Mercedes-Benz G-Class bílinn sjá um gírskiptingarnar með 9G-TRONIC-sjálfskiptingunni. Með níu gírum tryggir hún lítinn vélarhraða, sem dregur úr eldsneytisnotkun og gerir aksturinn hljóðlátari.
          Stigagrind Með sterkbyggðri stigagrindinni nýtur Mercedes-Benz G-Class bíllinn sín vel á grófu undirlagi. Þessi grind er smíðuð úr allt að 3,4 mm þykku stáli og skilar yfirburðaendingu í samanburði við heilsmíðaða undirvagna. Hún skilar ekki aðeins sínu í torfærum heldur dregur hönnunin auk þess úr hljóðmengun og tryggir minni hávaða og meiri þægindi í akstri.
          Tenging við snjallsíma Tenging við snjallsíma tengir farsímann þráðlaust við MBU margmiðlunarkerfið með Apple CarPlay™ eða Android Auto™. Með henni hefurðu þægilegan aðgang að mikilvægustu forritunum í snjallsímanum þínum. Þú getur einnig notað forrit frá þriðju aðilum, á borð við Spotify, á fljótlegan og einfaldan hátt.
          Þráðlaust hleðslukerfi fyrir farsíma við framsæti. Með einfaldri handarhreyfingu geturðu komið farsímanum þínum fyrir á sérstökum stað fremst á miðstokknum og þar fær það þráðlausa hleðslu. Qi-samhæfir farsímar hlaðast þar þráðlaust, óháð gerð og vörumerki.
          MBUX afþreyingarkerfi í aftursætum Fyrsta flokks afþreying fyrir þig: afþreying á tveimur 11,6 tommu innbyggðum háskerpuskjáum. Þetta tryggir þér frábæra MBUX upplifun og beinan aðgang að aðgerðum bílsins, jafnvel úr aftursætinu.

          Aukabúnaður
          Burmester® 3D surround hljóðkerfi Með 18 hátölurum og 760 vatta hljóðúttaki færðu að njóta goðsagnakenndrar Burmester® hljóðupplifunar. Þú getur sérstillt 3D Surround kerfið fyrir fram- eða aftursætin, allt eftir smekk. Í bílnum geturðu einnig spilað tónlist í Dolby Atmos® gæðum – sem skilar sérlega öflugum surround hljómi.

          Fylgir Power útfærslu
          Sjálfvirk hemlunaraðstoð Kerfið getur aðstoðað við að forðast árekstra við bíla fyrir framan eða kyrrstæð ökutæki, aðvífandi bíla í beygjum, fótgangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Ásamt því að birta fjarlægðar- og árekstrarviðvaranir aðstoðar kerfið þig fyrst og fremst við hemlun, þ.m.t. að framkvæma neyðarhemlun ef til þess kemur.
          Umferðarskiltaaðstoð Umferðarskiltaaðstoðin tengir kortagögn saman við upplýsingar frá myndavél og greinir hraðatakmarkanir og upplýsingar um hvar leyfilegt er að fara fram úr og hvar ekki. Þar að auki sýnir búnaðurinn hvar innakstur er bannaður og varar þig við ef þú ert um það bil að beygja inn á akrein á móti umferð.
          Sjálfvirk akreinastýring Ef þú ekur óvart yfir brotna eða samfellda línu getur kerfið varað þig við með titringi í stýrinu. Ef línan er samfelld, eða ef kerfið greinir bíl hinum megin við brotna línu, getur aðstoðarkerfið gripið frekar inn í með hemlun á annarri hlið bílsins.
          Aðstoð við stýringu tengivagns Sparaðu tíma og vesen við stýringu: Með aðstoð við stýringu tengivagns geturðu lokið við að bakka á auðveldan hátt – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Þessi stýringaraðstoð gerir stýringuna mun auðveldari og er sérstaklega mikilvæg fyrir ökumenn sem eru óvanir að keyra með tengivagn.
          Sjálfvirk THERMOTRONIC hita- og loftstýring Með þremur aðskildum hita- og loftstýringarsvæðum geta farþegar fengið það sem þeim hentar. Ökumaður og farþegi í framsæti geta valið sér hitastig og loftstýringu eftir eigin höfði. Þriðja hita- og loftstýringarsvæðið er aftur í bílnum – og þar er hægt að sérstilla bæði hitastig og loftflæði.
          Hitastýrður glasahaldari Með hitastýrðum glasahöldurum geta farþegar í aftursætum ávallt gengið að heitum og köldum drykkjum vísum. Flöskur, dósir og bollar haldast örugglega á sínum stað í glasahaldara í afturrými. Hægt er að viðhalda hitastiginu á milli 8 °C og 55 °C eftir þörfum.
          KEYLESS-GO KEYLESS-GO kemur í veg fyrir hina sífelldu leit að bíllyklinum. Lykillinn greinist þegar þú berð hann á þér nálægt bílnum eða í innanrými hans: Hægt er að opna allar dyr – þar með talið afturdyrnar – og læsa með því einu að snerta hurðarhúnana
          GUARD 360° Plus þjófavörn GUARD 360° Plus þjófavörnin vaktar umhverfi bílsins allan hringinn. Þjófavarnarkerfið og afvirkjun lykils í neyðartilvikum gerir þér kleift að bregðast skjótt við. Á vegum úti færðu tilkynningu frá árekstrarskynjara* í gegnum forritið. Auk þess eykur aðstoðarþjónusta fyrir stolna bíla* líkurnar á að þú endurheimtir bílinn þinn ef honum er stolið.
          Active pakki með fjölvirkum sætum Þægileg sæti og lúxus, líka í lengri ökuferðum: sérstilltu sætið þitt með rafknúnum stillibúnaði og innbyggðum sætispúðum. Með aukabúnaði býðst þér einnig notalegur sætishiti, átta nuddstillingar eða sætispúðar með loftun. ENERGIZING þægindastýringin býður upp á ótal stillingar sem geta hjálpað þér að slaka á eða hressa þig við.

          Fylgir G63 útfærslu
          Hitaþægindapakki Hitaþægindapakkinn hitar upp aðra hluta innanrýmisins á augabragði – hægt er að hita upp sætin, sætisarma á miðstokki, hurðir og miðklæðningu á hurðum.
          AMG Nýr Mercedes-AMG G 63 Nýr Mercedes-AMG G 63 geislar af fáguðu afli. Útlit hans er samræmd blanda af afgerandi fágun og miklum krafti. Hver einasti þáttur, allt frá kraftmiklu útlitinu yfir í fáguð smáatriðin, er til marks um þau afköst og lúxus sem AMG býður upp á.
          LeftRight

          Yfirbygging

          Innanrými

          Helstu áherslur á yfirbyggingu

          Close X
          Næsta
          Fyrra
            AMG framhluti Afköst og fágun fara saman í AMG framhlutanum sem einkennist af afgerandi lóðréttum bitum í grillinu.
            Umhverfislýsing með AMG vörpun Sérkennandi umhverfislýsingin varpar hinu fágaða AMG merki á jörðina.

            21" AMG álfelgur Áberandi 21" AMG felgurnar á G-Class eru fágaðar í hönnun, gullfallegar og afköstin framúrskarandi.
            Svart AMG útblásturskerfi Svarta AMG útblásturskerfið er ekki aðeins stílhreint heldur gefur það jafnframt fyrirheit um afköst, með fjölbreyttu úrvali vélarhljóða fyrir hvers kyns akstursstíl, allt frá látlausu mali yfir í sportlegar drunur.
            Svört MANUFAKTUR stigbretti Í svörtu MANUFAKTUR stigbrettunum koma saman fágun og notagildi sem tryggir að auðvelt er að stíga inn og út.
            Koltrefjaáferð AMG koltrefjapakkinn fyrir ytra byrði gerir bílinn sportlegri, nútímalegri og gefur honum kraftmikið yfirbragð, sem gerir hann sterklegri að sjá, án þess að hann virki þyngri.

            Aukabúnaður

            Helstu áherslur á innanrými

            Close X
            Næsta
            Fyrra
              AMG Performance stýri með koltrefjahönnun/MICROCUT örtrefjum og AMG hnöppum AMG Performance stýrið er með koltrefjahönnun og búið gripsvæði sem er klætt MICROCUT örtrefjaefni. Á því eru gírskiptirofar úr áli og áberandi merking fyrir miðju að ofan sem gefur innanrýminu í nýja Mercedes-AMG G 63-bílnum einstakt kappakstursyfirbragð.
              MBUX með AMG skjáhönnun Ný kynslóð MBUX margmiðlunarkerfisins sýnir vel hvernig sameina má sportlega hönnun og framsækna stjórntækja- og skjátækni. AMG skjáir sýna stefnuna á lifandi hátt á meðan þú getur skipt á milli mismunandi útfærslna á stafræna mælaborðinu
              AMG skreytingar úr koltrefjum Andi kappakstursbrautarinnar í nýja Mercedes-AMG G 63 bílnum. AMG innréttingarnar úr koltrefjum falla vel að heildarútlitinu og gefa innanrýminu lúxusyfirbragð og afgerandi fegurð.
              Burmester® 3D surround hljóðkerfi Sökktu þér í umlykjandi hljóðheim með Burmester® 3D Surround hljóðkerfinu sem er búið allt að 31 hátalara. Þetta snýst ekki bara um að hlusta heldur er þetta ferðalag um hljóðheima.
              AMG sætishönnun Glæsileg áferð á sætum með götuðu nappa leðri og AMG sætamynstri. Hvert smáatriði í sætunum er þaulhugsað til að bjóða upp á einstök þægindi og stuðning og tryggja með því að sérhver ökuferð verði stórkostleg.
              AMG sílsalistar AMG sílsalistarnir stafa frá sér fáguðum hvítum ljóma og bjóða ökumenn og farþega velkomna þegar sest er inn í bílinn.
              Hafa samband Ertu með spurningu varðandi G-Class? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

              Skráning á póstlista

              Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu meðal annars fréttir af nýjum vörum, tilboðum og öðrum upplýsingum. Ef þú kýst að fá þessar upplýsingar ekki sendar, vinsamlegast slepptu því að haka í þennan valmöguleika. Allar upplýsingar eru notaðar í samræmi við persónuverndarstefnu og vafrakökuyfirlýsingu Öskju og er ekki deilt með þriðja aðila.